Um okkur

 


Við erum miðlæg varahlutamiðlun
Við miðlum notuðum, upprunalegum varahlutum frá Svíþjóð. Vörúrval okkar telur 6,5 milljón mismunandi varahluti sem eru allir yfirfarnir, vottaðir, rekjanlegir og gæðaflokkaðir. Nordic Parts veitir einnig faglega ráðgjöf sem felst í því að benda viðskiptavinum á viðeigandi varahlutasala hverju sinni. Við erum þjónustuaðili hér á landi fyrir vörur á vef Bildelsbasen sem er stærsti varahlutagagnagrunnur Skandinavíu.

Varahlutaverð út frá bílnúmeri

Á komandi tímum getur þú flett upp öllum upplýsingum um framboð og kostnað
við kaup á varahlut út frá bílnúmeri þínu á vefsvæði okkar.

Með þessum hætti höfum við opnað nýja og öfluga leið í varahlutamiðlun á milli Íslands og
Svíþjóðar og leggjum ríka áherslu á skjóta og áreiðanlega þjónustu.

Um 180 varahlutasölur eru á bakvið kerfi Bildelsbasen.

Hvað er Bildelsbasen?

Bildelsbasen er gagnagrunnur frá Svíþjóð sem hefur starfað frá árinu 1996. Grunnurinn inniheldur yfir 6.5 milljónir notaðra varahluta.  Varahlutir á vef Bildelsbasen eru vottaðir, rekjanlegir og gæðaflokkaðir.

Á vef Bildelsbasen má finna gott úrval varahluta fyrir fólksbíla, jeppa, vörubíla, rútur og mótorhjól. Einnig má finna varahluti fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna.

Tjónamatskerfi CABAS
Nordic Parts er í tjónamatskerfi CABAS

Þjónustuver Nordic Parts
Sendu okkur fyrirspurn eða hringdu í þjónustuver okkar til að fá faglega ráðgjöf og tilboð í varahluti. Við leggjum ríka áherslu á skjóta og áreiðanlega þjónustu